Hart deilt um arðsemisforsendur

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng. mbl.is

Hart er deilt meðal þingmanna um arðsemisforsendur Vaðlaheiðarganga hf. en Félag íslenskra bifreiðaeigenda álítur að þær standist ekki.

Umhverfis- og samgöngunefnd hefur samþykkt að Ríkisendurskoðun verði beðin um að fara yfir útreikningana og segja álit sitt.

Í umfjöllun um jarðgöng í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að á Akranesi vilja menn að Hvalfjarðargöng verði tvöfölduð og beitt sams konar fjármögnun og fyrir norðan, vegtollum og ríkisábyrgð.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fær heimild til að lána á þessu ári Vaðlaheiðargöngum hf. þúsund milljónir ef tillaga meirihluta fjárlaganefndar verður samþykkt á Alþingi. Verkið á að kosta liðlega 10 milljarða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert