Vissi ekki fyrirfram af ráðningu Páls

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagðist á Alþingi í dag engar fréttir hafa fengið af því fyrirfram, að stjórn Bankasýslu ríkisins hefði í hyggju að ráða Pál Magnússon í starf forstjóra stofnunarinnar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bar undir Steingrím frétt, sem birtist á pressunni.is á föstudag um að Þorsteinn Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformaður Bankasýslunnar, hefði haft samband við Þórhall Arason, skrifstofustjóra í ráðuneytinu, og látið hann vita að stjórnin teldi Pál hæfasta umsækjandann.

Steingrímur sagðist fyrst hafa frétt af ráðningu Páls þegar hann las um hana í fjölmiðlum eins og aðrir enda væri stjórn Bankasýslunnar sjálfstæð stofnun. Hvað embættismönnum hefði farið á milli vissi hann ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert