Miðaldakirkja rísi í Skálholti

Tölvugerð mynd af miðaldakirkjunni við hlið Skálholtskirkju.
Tölvugerð mynd af miðaldakirkjunni við hlið Skálholtskirkju. kirkjan.is

Hugmyndir um endurreisn miðaldadómkirkju í Skálholti voru kynntar á kirkjuþingi í dag. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, kynnti hugmyndir um að aðilar í ferðaþjónustu og þjóðkirkjan tækju höndum saman um uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í Skálholti með því að endurreisa þar miðaldadómkirkjuna og reka hana sem sjálfbært menningar- og sýningarhús. Áður hefur verkefnið verið kynnt kirkjuráði, segir á vef kirkjunnar.

Guðjón segir á kirkjan.is að þetta væri áhugaverð nýjung í íslenskri ferðaþjónustu. Miðaldadómkirkjan í Skálholti sé einstæð í evrópskri byggingarsögu og hafi á sínum tíma stærsta timburkirkja Norðurlanda. Kirkjuþing, sem nú er haldið í Grensáskirkju, mun fjalla um málið.

Í greinargerð með verkefninu segir m.a. að Skálholt hafi um sjö aldir verið höfuðstaður Íslands og á miðöldum reist stór dómkirkja úr timbri, sem og á Hólum. Stóðu þær að meðaltali í um 100 ár, en voru þá endurbyggðar, m.a. vegna fúa, foks eða bruna.

„Við fornleifarannsóknir Kristjáns Eldjárns og fleiri í Skálholti 1954-1958 fannst grunnur hinna stærstu þessara kirkja, (Ögmundarkirkju 1527-1567 / Gíslakirkju 1567-1673) og í framhaldinu vann Hörður Ágústsson, listmálari og fræðimaður, frekari rannsóknir á gerð þeirra og útliti. Teikningar að þeim hafa legið fyrir lengi og í Þjóðminjasafni er stórt líkan að miðaldakirkjunni sem um ræðir. Hún var tæplega 50 metra löng, 12 metra breið og 14 metra há á efst í mæni. Þetta voru mestu mannvirki á Íslandi frá upphafi Íslandsbyggðar og fram á 19. öld, eða í um þúsund ár," segir í greinargerðinni.

Þar segir einnig að miðaldakirkjur hafi verið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í Evrópu og aðstandendur verkefnisins telja að endurreist miðaldadómkirkja í Skálholti muni vekja mikla athygli og gefa færi á að draga fram merka þætti í sögu þjóðarinnar og Skálholtsstaðar. Sömuleiðis myndi byggingin hafa aðdráttarafl vegna mikillar byggingarsögulegrar sérstöðu.

Hugmyndin er að reka safna- og sýningatengda starfsemi í byggingunni og leita samstarfs við fræði- og listamenn um skreytingu hússins, innihald og dagskrá í því. Aðgangseyrir yrði sambærilegur við önnur söfn og sýningar á landinu. Hún yrði staðsett í Skálholti þar sem vegleiki hennar nyti sín án þess að skyggja á reisn núverandi bygginga á staðnum, eins og segir í greinargerðinni.

Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins undanfarið ár í samstarfi aðila og þá verið litið til byggingaframkvæmdarinnar sjálfrar, kostnaðar, rekstrarmöguleika, staðsetningar og margs fleira. Að undirbúningnum vinna meðal annars Skálholtsstaður, VSÓ Ráðgjöf og Icelandair Group.

Tölvugerð mynd af miðaldakirkjunni.
Tölvugerð mynd af miðaldakirkjunni. kirkjan.is
mbl.is

Innlent »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, bjart veður og kalt, en dálítil él norðaustan til fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Flugu með sjúkling til Reykjavíkur

07:01 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling á Snæfellsnes í nótt sem þurfti að komast með hraði á sjúkrahús í Reykjavík.  Meira »

Skemmdist illa í bruna

06:55 Tilkynnt um eld í nýlegri bifreið við Víkingsheimilið Fossvogi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Vegfarendur reyndu að slökkva með handslökkvitækjum en ekkert gekk fyrr en slökkvilið mætti á vettvang. Meira »

Á stolinni vespu og með dóp

06:21 Lögreglan hafði afskipti af pari á vespu í Kópavogi um klukkan 22 í gærkvöldi. Maðurinn viðurkenndi að vespan væri stolin og við leit á heimili hans fundust fíkniefni. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af öðru pari í Árbænum skömmu fyrir átta í gærkvöldi. Meira »

Villtust í Glerárdal

05:59 Björgunarsveitarfólk var kallað út upp úr klukkan 20 í gærkvöldi til að leita að pari sem hafði villst í Glerárdal við Akureyri. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri hafði fólkið lagt af stað fótgangandi síðdegis og ætlað sér að ganga í skálann Lamba en villst af leið enda skyggni lélegt. Meira »

Tryggi góð lífskjör

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld að ríkisstjórnin myndi kappkosta að skila betra búi en hún tók við í heilbrigðisþjónustu, löggæslu, húsnæðismálum, samgöngum og fleiri innviðum. Meira »

Starfsfólki bankanna fækkar hratt

05:30 Á síðasta áratug hefur starfsfólki í bönkum og sparisjóðum fækkað um tæplega 1.500 og bankaútibúum fækkað um rúmlega 60.   Meira »

Launaskriðið heldur áfram

05:30 Laun hinna ýmsu hópa sem starfa hjá ríkinu hafa hækkað um 1,4% til 6,3% í ár. Laun félagsmanna hjá ASÍ hækkuðu hlutfallslega mest, eða um tæplega 30 þúsund krónur. Meira »

Kaupaukagreiðslur verði teknar til baka

05:30 Stjórn Klakka ákvað í gær að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem samþykkar voru á hluthafafundi síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka. Meira »

Gæti seinkað fram í miðjan janúar

05:30 Unnið er að allsherjarviðgerð á vél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á þrennum vígstöðvum; í Danmörku, Englandi og hjá Framtaki í Garðabæ. Meira »

Myndin mun auka á ferðamannastraum

05:30 „Kvikmyndinni mun örugglega fylgja aukinn ferðamannastraumur og sannarlega verður Jennifer Lawrence tekið fagnandi ef hún birtist hér í Húnaþingi,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Meira »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...