Fjáraukalögin samþykkt

Þingsalur Alþingis í morgun.
Þingsalur Alþingis í morgun. mbl.is/Kristinn

Alþingi samþykkti í dag fjáraukalög með 29 atkvæðum, einn þingmaður sagði nei og fjórir greiddu ekki atkvæði. Enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks var viðstaddur atkvæðagreiðsluna, aðeins tveir þingmenn Framsóknarflokks og enginn úr Hreyfingunni.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og sagði það vegna vinnubragðanna í kringum málið. Hún harmaði það hversu fáir þingmenn greiddu atkvæði og sagði það skyldu þingmanna.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu það harðlega í gær, að afgreiða ætti fjáraukalagafrumvarpið nú í ljósi þess, að þingmenn hefðu ekki haft tækifæri til að kynna sér gögn, m.a. í tengslum við sölu á eignarhluta Byrs hf. til Íslandsbanka. Þá væri beðið skýrslu Ríkisendurskoðunar um Vaðlaheiðargöng.

Til að atkvæðagreiðsla geti fram fram á Alþingi þurfa að lágmarki 32 þingmenn að vera viðstaddir þingfund. Sá fjöldi var fyrir hendi og því voru greidd atkvæði um fjáraukalögin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert