Vilja ákvæði um íslenska þjóðkirkju

Frá kirkjuþinginu.
Frá kirkjuþinginu.

Kirkjuþing skorar á Alþingi að hafa ákvæði um íslenska þjóðkirkju í frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Þetta kemur fram í ályktun við skýrslu kirkjuráðs sem var samþykkt á þinginu í dag.

„Kirkjuþing 2011 skorar á Alþingi að hafa ákvæði um íslenska þjóðkirkju í því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem þingið afgreiðir með formlegum hætti eða leggur undir ráðgefandi þjóðaratkvæði. Að öðrum kosti verði þess gætt að ákvörðun um afnám þjóðkirkju úr stjórnarskrá verði tekin á þann veg sem núgildandi stjórnarskrá býður svo að þjóðin sjálf fái notið þess réttar að greiða sérstaklega atkvæði um slíka ákvörðun,“ segir í ályktuninni.

Þá þakkaði þingið biskupi Íslands fyrir að hafa „í embætti sínu unnið með heill og hag kirkju Krists í huga og mótað kirkju síns tíma.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert