Kanna alla þætti

Svona gæti aðkoman að Skálholti litið út ef dómkirkjan verður …
Svona gæti aðkoman að Skálholti litið út ef dómkirkjan verður reist.

Kirkjuþing vill kanna alla þætti í fjármögnun, skipulagi og rekstri byggingar tilgátuhúss að miðaldakirkju í Skálholti. Fól þingið kirkjuráði að gera það, án skuldbindinga.

Hugmyndir um endurreisn miðaldadómkirkju í Skálholti voru kynntar á kirkjuþingi í vikunni. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, kynnti hugmyndir um að aðilar í ferðaþjónustu og þjóðkirkjan tækju höndum saman um uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í Skálholti með því að endurreisa þar miðaldadómkirkjuna og reka hana sem sjálfbært menningar- og sýningarhús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert