Óttast að ríkið tapi á láninu til Byrs

Samkvæmt fjáraukalögum þessa árs ætlar ríkissjóður að veita Byr 5 …
Samkvæmt fjáraukalögum þessa árs ætlar ríkissjóður að veita Byr 5 milljarða víkjandi lán. mbl.is/Eggert

Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður segist óttast að ríkið eigi eftir að verða fyrir tapi vegna lánveitinga til Byrs. Hann segir óeðlilegt að ríkissjóður sé að veita fjármálafyrirtækjum lausafjárfyrirgreiðslu. Það eigi að vera hlutverk Seðlabanka Íslands að veita bönkum slíka fyrirgreiðslu.

Í fyrrahaust náðist samkomulag um drög að skipulagi Byrs hf. við slitastjórn Byrs sparisjóðs og kröfuhafa hans. Samkvæmt því samþykkti slitastjórn að breyta kröfu sinni á hendur Byr hf. í hlutafé en með því var áætlað að hún eignaðist um 95% alls hlutafjár. Á móti lofaði ríkið að veita Byr hf. víkjandi lán, allt að 5 milljörðum kr. Þegar Byr var síðan auglýstur til sölu gerðu báðir bjóðendur kröfu til þess að þetta víkjandi lán sem samið var um í rammasamkomulaginu stæði þeim til boða. Fjármálaráðherra fékk með samþykkt fjáraukalaga í vikunni heimild til að veita þetta lán.

Tryggvi Þór segir að gert sé ráð fyrir að Byr leggi fram einhverja pappíra til tryggingar þessu láni. „Þessir pappírar eru ekki skilgreindir og það er því háð geðþóttaákvörðun ráðherrans að meta þá. Að mínu mati er það algjörlega óþolandi að ríkissjóður sé í því hlutverki að útvega bönkum lausafé. Bankarnir geta leitað til Seðlabankans þar sem er vel skilgreint hvaða pappírum bankinn tekur við gegn því að fá reiðufé í staðinn. Hætt er við að banki í þessari stöðu eigi ekki nægilega trausta pappíra og getur þá komið með einhverja ruslpappíra og hent þeim í ríkissjóð. Við höfum mjög bitra reynslu af því að standa þannig að málum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert