Völdu Davíð ræðumann landsfundar

Davíð Oddsson í ræðustóli landsfundar Sjálfstæðisflokksins.
Davíð Oddsson í ræðustóli landsfundar Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Málfundafélagið Óðinn og verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins völdu Davíð Oddsson, fyrrverandi formann flokksins, ræðumann landsfundar flokksins um helgina.

Segir í tilkynningu að allir, sem tóku til máls í aðalræðupúlti fundarins, hafi verið í kjöri og hafi allir þátttakendur landsfundar getað kosið. Gríðarleg spenna hafi verið í kjörinu og fengu yfir 20 aðilar atkvæði en það fór svo að Davíð Oddsson varð hlutskarpastur. 

Davíð ávarpaði landsfundinn klukkan 14 á laugardag og segir í tilkynningunni að ræða hans hafi þótt hæfilega löng og hnyttin. Í öðru sæti var séra Halldór Gunnarsson en aðrir sem fengu góða kosningu voru meðal annars Geir H. Haarde, Elliði Vignisson, Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert