Vonbrigði með dóminn

Svavar Halldórsson fréttamaður.
Svavar Halldórsson fréttamaður. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Þessi dómur er mikil vonbrigði fyrir mig,“ segir Svavar Halldórsson fréttamaður um dóm Hæstaréttar í máli sem Pálmi Haraldsson höfðaði gegn honum, en honum var gert að greiða Pálma 200 þúsund krónur í miskabætur.

Svavar segir að þó að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með dóminn sé rétt að benda á að honum hafi verið gert að greiða 1/15 af því sem Pálmi fór fram á. Honum hafi ekki verið gert að greiða kostnað af birtingu dómsins og aðeins hafi verið dæmt fyrir ein ummæli af fimm sem kærð voru.

„Staðreyndirnar eru þær að lánið sem fjallað var um í fréttinni er enn ógreitt. Ég skil ekki hvað varð af þessum peningum þó að Hæstiréttur þykist hafa fundið þá,“ sagði Svavar.

Svavar sagðist ekki hafa getað upplýst hverjir heimildarmennirnir sem hann studdist við væru þegar hann skrifaði fréttina. „Ef ég hefði dregið fram heimildarmenn mína hefði ég getað sýnt fram á þetta atriði sem fjallað er um í dómnum með óyggjandi hætti. Það er leið sem kemur ekki til greina að fara. Ég tek þessu hundsbiti frekar en að upplýsa hverjir heimildarmenn mínir eru,“ sagði Svavar.

Ein ummæli í fréttinni ómerkt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert