Harmar ákvörðun Ögmundar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

„Ég harma það mjög verði niðurstaða innanríkisráðherra til þess að fallið verði frá uppbyggingaráformum á Grímsstöðum á fjöllum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld.

Eins og kunnugt er ákvað Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, að hafna beiðni kínverska fjárfestisins Huang Nubo um undanþágu til þess að kaupa landareignina að Grímsstöðum á Fjöllum en ákvörðunin hefur fengið hörð viðbrögð úr röðum Samfylkingarfólks.

„Uppbygging ferðaþjónustu á landsbyggðinni og aukin erlend fjárfesting í atvinnulífinu eru meðal mikilvægra markmiða ríkisstjórnarinnar í atvinnu- og efnahagsmálum. Ég tel mikilvægt að leitað verði leiða til að styðja við slík uppbyggingaráform hvort sem framkvæmdaraðilinn kemur frá EES eða löndum utan þess,“ segir Jóhanna ennfremur

Facebook-síða Jóhönnu Sigurðardóttur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert