Skal rannsaka meint brot lífeyrissjóða

Sérstakur saksóknari.
Sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

Ríkissaksóknari hefur fellt úr úr gildi þá ákvörðun embættis sérstaks saksóknara að hætta rannsókn á meintum brotum á fjárfestingaheimildum fimm lífeyrissjóða, sem voru í umsjá Landsbanka Íslands hf. fyrir fall bankans. Skal sérstakur saksóknari taka málið til áframhaldandi rannsóknar.

FME hafði kært lífeyrissjóðina til embættisins.

Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins. Þar kemur fram að FME hafi fyrir nokkru kært þá ákvörðun sérstaks saksóknara að hætta rannsókn málsins. Þá segir að ríkissaksóknari hafi nú komist að niðurstöðu í málinu og fallist á kæru FME.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert