752 sagt upp í hópuppsögnum

Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls hefur 752 verið sagt upp í hópuppsögnum í ár, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Flestum hefur verið sagt upp í mannvirkjagerð eða 248 manns. Alls var 72 sagt upp í tveimur hópuppsögnum í nóvembermánuði.

Vinnumálastofnun bárust 2 tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember 2011. Um er að ræða tilkynningu um uppsagnir í fjármálastarfsemi og iðnaði. Heildarfjöldi þeirra sem sagt er upp er 72 manns. Þeir starfsmenn, sem sagt hefur verið upp, koma til með að missa vinnuna aðallega í mars 2012. Ástæður uppsagnanna eru sagðar endurskipulagning og rekstrarerfiðleikar.

Um er að ræða uppsagnir hjá Íslandsbanka og Byr annars vegar og hjá TH-trésmiðju.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert