Finnur til með Jóni Bjarnasyni

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/RAX

Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðaráðherra, segist aldrei hafa séð forsætisráðherra Íslands jafn miskunnarlausn gangvart einum af sínum þjónum í ráðherrastóli. Þetta kemur fram í grein sem Guðni skrifar í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „Hart er hjarta þitt, Jóhanna mín“.

Guðni segist finna til með Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig með hann sé farið sem ráðherra og manneskju af flokki sínum og formanni Vinstri grænna.

„Jón Bjarnason hefur skrifað undir eiðstafinn að fylgja sannfæringu sinni, eitt mál var honum og flokki hans heilagt baráttumál í síðustu kosningum að berjast gegn aðild að ESB og að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu. Hann lét Samfylkinguna fleka sig eins og hreyfingin Vinstri grænir að umsókn væri eitt og þjóðin myndi sjá samninginn í lok ferilsins. Nú stendur blessaður Jón frammi fyrir því að þetta allt eru aðlögunarviðræður. Ísland er í aðlögun og færist smátt og smátt inn í ESB og ESB sparar hvorki fé né fyrirhöfn að innbyrða landið og miðin,“ skrifar Guðni. 

Minnir á aftöku Jóns Arasonar

Hann segir nú skuli Jón gjalda fyrir pólitíska sannfæringu sína með aftöku sem ráðherra að Bessastöðum einhvern næstu daga.

„Þetta minnir á annan Hóla-Jón Arason sem galt skoðana sinna sem píslarvottur einn haustdag í Skálholti og dó fyrir kóngsins mekt. Ég verð að segja fyrir mig að pólitísk sannfæring er heilagt mál, hún á ekki að vera föl fyrir völd eða gull,“ skrifar Guðni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert