Víða fjallað um Kötlu

Jyllands-Posten segir Eyjafjallajökul líkt og eldfjall í Putalandi samanborið við …
Jyllands-Posten segir Eyjafjallajökul líkt og eldfjall í Putalandi samanborið við Kötlu.

Fréttir um áhrif hugsanlegs Kötlugoss hafa birst á fjölda vefmiðla í dag og í gær, eftir að fréttaskýring um málið birtist á vef breska ríkisútvarpsins BBC í gær. Fréttin varð ein sú mest lesna í gær.

T.d. segir Jyllands-Posten að Eyjafjallajökull, sem gaus í fyrra með þeim afleiðingum að flugumferð í Evrópu lá niðri um tíma, sé líkt og eldfjall í Putalandi samanborið við Kötlu. Gos í Kötlu gæti haft gríðarlegar og ófyrirséðar afleiðingar. Katla hafi gosið á 40-80 ára fresti og þar sem rúm 90 ár séu liðin frá því síðasta bíði sérfræðingar eftir að heyra hana rumska.

Vefmiðill hins breska Telegraph greinir einnig frá málinu, sem og Sky fréttastofan. Sagt er frá því að í nóvember hafi mælst yfir 500 jarðskjálftar í og við sigketil Kötlu sem bendi til kvikuhreyfingar. Það gæti þýtt að gos væri í aðsigi. Miðlarnir segja einnig frá gosinu í Kötlu 1918 sem tók 24 daga og olli miklum flóðum. Öllu verra hafi gosið árið 1783 verið þar sem það stóð yfir í um átta mánuði og kostaði 20% þjóðarinnar lífið, ásamt helmingi búpenings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert