Slæm áhrif eldgoss

Eldgosið í Eyjafjallajökli.
Eldgosið í Eyjafjallajökli. Kristinn Ingvarsson

Fyrstu niðurstöður úr rannsókn á áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á heilsufar íbúa á Suðurland benda til þess að því hafi fylgt bæði líkamlegt og andlegt álag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Rætt var við Guðrúnu Pétursdóttur dósent við Háskóla Íslands en hún sagði greinilegan marktækan mun á einkennum frá öndunarfærum, hósta og slímuppgangi. Þá hafi fólk haft óþægindi og þyngsl fyrir brjósti. Augljóst var að íbúar hafi orðið fyrir alvarlegu álagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert