Vill að HÍ bæti mannorðstjón og kostnað

mbl.is/Kristinn

„Það tjón sem ég hef orðið fyrir er óbætt. Háskólinn hefur ekki bætt mér lögfræðikostnaðinn sem hlaust af brotum siðanefndar Háskóla Íslands á eigin starfsreglum og siðareglum HÍ eins og hin óháða rannsóknarnefnd háskólaráðs staðfesti að hefði átt sér stað í skýrslu sem skilað var til ráðsins núna í haust,“ segir Bjarni Randver Sigurvinsson, stundakennari í guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Þar á hann ekki aðeins við fjárhagslegt tjón heldur einnig tjón á mannorði. Hann komi til með að fylgja því eftir innan HÍ með kærum gagnvart þeim sem hafi brotið sem mest á honum. Greint var frá því í síðasta Sunnudagsmogga að sérstök rannsóknarnefnd skilaði í síðasta mánuði af sér skýrslu um störf siðanefndar og stjórnsýslu HÍ vegna málsmeðferðar kæru samtakanna Vantrúar á hendur Bjarna sem töldu að sér vegið í kennslu hans, án þess að sækja þó tíma.

Aðspurður segist Bjarni telja að bæði Þórður Harðarson, prófessor í læknisfræði sem var formaður siðanefndar, og Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði sem einnig sat í nefndinni, eigi að víkja úr henni, „enda hafa þeir gerst brotlegir við siðareglur HÍ um málsmeðferð og margbrotið starfsreglur siðanefndarinnar, samkvæmt því sem skýrsla rannsóknarnefndar háskólaráðs hefur sýnt fram á. Ég skil ekki hvernig þeir geta setið áfram sem siðanefndarfulltrúar þegar slíkur úrskurður er kominn.“

Bjarni segist enn vera stundakennari við HÍ en hann hafi kennt við guðfræði- og trúarbragðafræðideild háskólans í mörg ár.

Unnið í góðri trú

Kristín Ingólfsdóttir, rektor við HÍ, segir málið flókið þegar spurt er hvort ekki hefði verið rétt að Þórður og Þorsteinn vikju úr siðanefnd. „Þeir sem hafa komið að málsmeðferðinni af hálfu siðanefndar hafa að mínu áliti gert það í góðri trú og viljað leita sátta þannig að enginn teldi á sig hallað,“ segir Kristín. Vantrú hafi dregið kæruna til baka á endanum og háskólaráð síðan skipað óháða nefnd til að fara yfir meðferð málsins að beiðni beggja aðila. Í ljósi framvindu málsins megi þó spyrja hvort HÍ hafi ekki haft nægilega skýrar málsferðarreglur til að styðjast við.

Varðandi lögfræðikostnað Bjarna segir Kristín að það gildi almennt um siðanefndir í íslensku réttarfari að lögfræðikostnaður sem stofnað er til vegna kæru til slíkra nefnda sé ekki greiddur af viðkomandi stofnun. Hún tekur jafnframt fram að mikilvægt sé að siðanefnd starfi sjálfstætt og án afskipta rektors, líkt og í þessu tilfelli, þar sem nefndin sé oft að skoða mál sem rektor á endanum beri ábyrgð á. Almennt sé því ekki við hæfi að rektor skipti sér af málsmeðferð þeirra mála. „Því tel ég ekki rétt að ég blandi mér í einstök efnisatriði,“ segir Kristín og vísar til bókunar háskólaráðs í kjölfar birtingar skýrslu óháðu nefndarinnar. Endurskoðun starfsreglna hafi farið fram til að koma til móts við þau sjónarmið sem koma fram í skýrslunni. „Það sem þetta hefur kennt okkur er að málsmeðferðarreglur verða að vera skýrar og ferli mála gagnsætt.“

Kristín hafnar því að skýrslan sé áfellisdómur yfir siðanefnd. Málið hafi undið upp á sig af mörgum ástæðum og orðið að stóru máli.

Vill að Alþingi skoði málið

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók mál Bjarna Randvers og Háskóla Íslands upp á Alþingi í gær. Hann telur að þingið eigi að skoða málið betur og vísar þar til umfjöllunar í síðasta Sunnudagsmogga.

„Þarna eru upplýsingar sem gefa tilefni til þess að kanna hvað hafi gerst innan Háskólans.“ Hann hafi hlaupið frá því hlutverki sínu að vernda fræðimenn sína og einnig að vera vettvangur málefnalegrar gagnrýninnar umræðu og þess sem gerist í samfélaginu. Jafnframt hafi viðgengist einelti og Íslendingar umberi ekki slíkt lengur. Einnig hafi komið komi í ljós að grafið hafi verið undan þjóðkirkjunni með markvissum og skipulögðum hætti í langan tíma og það tengist beint þeirri umræðu að börn geti hvorki sótt helgileiki né messur tengdar jólunum innan skólanna.

Innlent »

Hætta á skriðuföllum

06:39 Útlit er fyrir að suðaustlægar áttir verði ríkjandi fram yfir helgi með rigninu af og til um allt land en varla heill þurr dagur suðaustan til á landinu. Því má búast við vatnavöxtum á því svæði sem eykur einnig líkur á skriðuföllum. Meira »

Rólegt á lögregluvaktinni

05:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið um eitt í nótt vegna gruns um að ökumaður væri að aka undir áhrifum fíkniefna/lyfja. Meira »

Andlát: Einar Friðrik Kristinsson

05:30 Einar Friðrik Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn, 76 ára að aldri. Einar lést á líknardeild Landspítalans sl. fimmtudag, 21. september. Hann fæddist 21. ágúst 1941 í Vestmannaeyjum. Meira »

Andlát: Örn Ingi Gíslason

05:30 Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 23. september, 72 að aldri. Hann fæddist á Akureyri 2. júní 1945 og bjó þar alla tíð. Móðir Arnar Inga var Guðbjörg Sigurðardóttir húsmóðir og kjörfaðir Gísli Einarsson sjómaður. Meira »

Samkeppnin fer harðnandi í fluginu

05:30 Sveinn Þórarinsson, greinandi í hlutabréfum hjá Landsbankanum, segir það munu auka þrýstinginn á verð farmiða yfir Norður-Atlantshafið að dótturfélag flugfélagsins Norwegian hafi fengið flugleyfi til Bandaríkjanna. Meira »

Áherslur SI hinar sömu og meistara

05:30 „Þvert á það sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins hafa Samtök iðnaðarins staðið vörð um fagmennsku og gætt hagsmuna iðnmeistara með því að gera yfirvöldum grein fyrir þeim sem bjóða fram þjónustu án tilskilinna réttinda.“ Meira »

Andarnefja heimsótti Friðarhöfn

05:30 Hvalur, um sjö metra langur, sást í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Talið er að um andarnefju sé að ræða. Hvalurinn synti um höfnina og virtist vera við góða heilsu. Friðarhöfn er innst í Vestmannaeyjahöfn. Meira »

Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

05:30 Þingvallanefnd hefur samþykkt að ráða Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins, til eins árs í stöðu þjóðgarðsvarðar, frá og með 1. október nk. Meira »

Enginn hefur skoðað Núp

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí síðastliðnum til sölu þrjár húseignir að Núpi í Dýrafirði. Um er að ræða skólabyggingu og tvær heimavistir, alls rúmlega 4.500 fermetra. Meira »

Rafknúnir bátar undanþegnir gjöldum

05:30 Í nýsamþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025. Meira »

Andrúmsloftið í Framsókn hreinsast

05:30 Ásakanir ganga á víxl vegna brotthvarfs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum síðastliðinn sunnudag.  Meira »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Hauststemmning í Biskupstungum ...
Hlý og falleg sumarhús til leigu alla daga og helgar. Gisting fyrir 6. Heit laug...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
 
L edda 6017092619 i
Félagsstarf
? EDDA 6017092619 I Mynd af auglýsin...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...