Bílvelta við Langá

mbl.is/Júlíus

Ökumaður velti bíl sínum í mikilli hálku við Langá á Mýrum um klukkan hálfsex nú síðdegis. Ökumaðurinn er karlmaður og voru tvö börn voru með honum í bílnum. Öll voru þau í beltum og sluppu ómeidd. Bíllinn er lítið skemmdur, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert