Skattalagabreytingar samþykktar

Alþingishúsið við Austurvöll
Alþingishúsið við Austurvöll Ómar Óskarsson

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis samþykkti tillögu meirihlutans um skattalagabreytingar nú í kvöld. Ríkisútvarpið segir frá þessu í útvarpsfréttum sínum.

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að tryggingagjald í innistæðusjóð fjármálafyrirtækja verði lækkað um 1,2 milljarða. Fjársýsluskatti verður einnig breytt og auðlegðarskattur verður lagður á í eitt ár til viðbótar en ekki tvö.

Meirihluti nefndarinnar ætlar að breyta álagningu fjársýsluskatts. Upphaflega átti að leggja 10% skatt á launaútgjöld fjármálafyrirtækja, en nefndin leggur til 5% skatt á laun og að restin komi af svokölluðum umframhagnaði bankanna.

Tillögurnar fela einnig í sér að dregið verður úr skattlagningu á lífeyrissjóðina. Þá leggur nefndin til að hætt verði við skattlagningu á kolefni í föstu formi.

Upphaflega átti auðlegðarskatturinn að renna út á næsta ári. Fjármálaráðherra lagði til í frumvarpi sínu að skatturinn yrði framlengdur um tvö ár en nefndin leggur til að hann verði bara framlengdur um eitt ár.

Lækka tryggingagjald á banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert