Stekkjarstaur kominn til byggða

Stekkjastaur var mikið niðri fyrir í Þjóðminjasafninu í dag.
Stekkjastaur var mikið niðri fyrir í Þjóðminjasafninu í dag. mbl.is/Sigurgeir

Varla hefur það farið fram hjá nokkrum sem annt er um góða hegðun og þjóðlega siði að fyrsti íslenski jólasveinninn er kominn til byggða. Stekkjarstaur stóð í ströngu í nótt við að dreifa gjöfum í skó en hann gaf sér þó tíma til að líta inn á Þjóðminjasafninu í birtingu og spjalla við leikskólabörn.

Bræður Stekkjarstaurs eru væntanlegir til byggða einn af öðrum fram að jólum og munu þeir allir heiðra Þjóðminjasafnið með heimsókn sinni næstu daga klukkan 11. Á morgun lítur Giljagaur þar inn, en Stúfur á miðvikudaginn og svo koll af kolli þar til Kertasníkir rekur lestina á aðfangadag.

Rétt er að árétta að þótt íslensku jólasveinarnir séu af kyni trölla, og hafi upphaflega verið barnafælur, þá hafa þeir mildast mikið á þessari öld, líkt og kemur fram á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Þeir klæða sig stundum í rauð spariföt, en geta samt verið þjófóttir og hrekkjóttir.

Stekkjastaur ræðir við börnin í Þjóðminjasafninu í dag.
Stekkjastaur ræðir við börnin í Þjóðminjasafninu í dag. mbl.is/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert