Utanríkisráðuneytinu mistekist

Þinghús ESB í Strasbourg. .
Þinghús ESB í Strasbourg. . Ljósmynd/JPlogan

Utanríkisráðuneytinu hefur mistekist að halda til haga þeim meginhagsmunum Íslands „að verja hið norræna form félagslegrar almannaþjónustu“, sem meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis skilgreindi sem þær forsendur “sem stjórnvöldum ber að hafa að leiðarljósi í aðildarviðræðum við ESB” og ekki mætti að hvika frá „án undanfarandi umræðu á vettvangi Alþingis“.

Þetta álit Páls H. Hannessonar kemur fram á bloggi hans, ESB og almannahagur. Páll er félagsfræðingur og hefur lengi starfað sem blaðamaður. Þá var hann alþjóðafulltrúi BSRB í nokkur ár.

Páll bendir á að á þessu hafi verið hnykkt í samþykkt Alþingis á þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, en þar segir: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.“

Þessa skoðun sína segist Páll byggja á lestri fyrirliggjandi gagna frá Alþingi, utanríkisráðuneytinu og fundargerðum og greinagerðum samningahópa, auk annarra heimilda. „Ég tel einnig einsýnt að utanríkisráðuneytið þurfi að taka vinnubrögð sín til endurskoðunar og að endurvinna þurfi samningsafstöðu Íslands  hvað almannaþjónustu varðar,“ segir á bloggi Páls.

ESB og almannahagur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert