Yfir 70% borða hangikjöt á jóladag

Hangikjöt er á borðum fjölmargra Íslendinga um jólin.
Hangikjöt er á borðum fjölmargra Íslendinga um jólin. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Þrír af hverjum fjórum sem svöruðu könnun MMR ætla að borða hangikjöt á jóladag, eða 72,4% en 72,7% í desember 2010.

Önnur svör skiptust þannig að 7,8% ætla að borða hamborgarhrygg nú en 8,0% fyrir ári síðan og 4,0% ætla að borða kalkún nú en 3,5% í desember 2010. Nú sögðust 15,9% ætla að borða eitthvað annað en hangikjöt, hamborgarhrygg eða kalkún á jóladag en 15,8% fyrir ári síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert