Úti á náttfötunum að skoða norðurljós

mbl.is/Brynjar Gauti

Erlendir ferðamenn flykkjast til landsins til að sjá norðurljósin. Ferðaþjónustan talar um norðurljósin sem vannýtta auðlind sem geti skilað hingað enn fleiri ferðamönnum yfir veturinn.

Friðrik Pálsson á Hótel Rangá segir að hótelgestir sem vilja sjá norðurljós skrái sig í gestamóttöku hótelsins. Næturvörðurinn fylgist svo með því alla nóttina hvort norðurljós sjáist á himni. Verði þeirra vart eru gestirnir vaktir.

„Það er afar skemmtilegt að sjá fullt af fólki á náttfötunum úti á hlaði um miðjar nætur að skoða norðurljósin,“ sagði Friðrik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert