Ólafur Ragnar maður ársins hjá Útvarpi Sögu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Útvarp Saga hefur valið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, mann ársins 2011. Hlustendur útvarpsstöðvarinnar völdu Ólaf Ragnar m.a. fyrir að hafa staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar og virt stjórnarskrárvarin réttindi landsins í IceSave-deilunni.

Kom jafnframt fram við tilkynningu um val á manni ársins að forsetinn hefði sýnt af sér kjark, dug og verið öðrum til eftirbreytni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert