Erum með meirihluta

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina njóta meirihluta og trúi ekki öðru nema annað komi í ljós. Hún hafi ekki heyrt Jón Bjarnason segja það að hann styddi ekki ríkisstjórnina.

Steingrímur J. Sigfússon segir ómaklegt að ýja að því að einstaka þingmenn styðji ekki ríkisstjórnina.

Þetta kom fram í Kryddsíldinni á Stöð 2.

Jóhanna segist spá því að minnihlutanum á þingi verði ekki að ósk sinni um að ríkisstjórnin falli. Hún neitar því alfarið að Árna Páli Árnasyni hafi verið fórnað til þess að hægt yrði að losna við Jón Bjarnason út úr ríkisstjórninni.

Jóhanna segir að þegar fækkað sé í ríkisstjórn verði alltaf einhverjir sárir. Það sé rangt að hún hafi reynt undanfarna mánuði að losna við Jón Bjarnason eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hélt fram í þættinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert