Með þrjú stærstu ráðuneytin

Jón Bjarnason mætir á fund VG
Jón Bjarnason mætir á fund VG mbl.is/Ómar

Eftir breytingarnar á ríkisstjórninni í gær fer Samfylkingin með þrjú stærstu ráðuneytin: Forsætis-, fjármála- og utanríkisráðuneytið.

„Þetta er mjög sögulegt, hreint út sagt,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri í umfjöllun Morgunblaðsins í dag um breytingarnar á ríkisstjórninni. „Þetta hefur aldrei gerst áður, a.m.k. aftur til stríðs eftir því sem ég hef getað rakið. Nú er þjóðin að vinna sig út úr efnahagshruni og sækja um aðild að ESB og sami stjórnmálaflokkurinn með þau ráðuneyti auk forsætisráðuneytisins. Það er því einsdæmi í stjórnmálasögunni að flokkur hafi svo sterka stöðu í samsteypustjórn og hlýtur á margan hátt að koma á óvart.“

ATHUGASEMD SETT INN KL 7:15

Lesendur hafa haft samband við mbl.is og bent á ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar og eins hefur verið bent á minnihlutastjórnir sem störfuðu um skamman tíma. Í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar 1971-74 var Ólafur forsætisráðherra, Einar Ágústsson utanríkisráðherra og Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra. Þeir voru allir framsóknarmenn. Í þeirri stjórn voru þrír flokkar, Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstrimanna.

En telur hann stöðu VG veikari eftir breytingarnar? „Flokkur sem gefur þetta mikið frá sér í ríkisstjórnarsamstarfi hlýtur að vera að senda frá sér merki um að hann sé í veikari stöðu en áður,“ segir Grétar. „Hins vegar megum við ekki horfa framhjá því að VG er núna með alla atvinnuvegina og umhverfismálin.“

Jón Bjarnason segir atburðarásina beintengda Evrópumálunum. „Þeir gleðjast í Brussel og þeir sem vilja hér hraðast ganga inn í Evrópusambandið, þeir gleðjast yfir þessu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert