Óli kommi hættur í VG

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og Ólafur Þ. Jónsson við …
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og Ólafur Þ. Jónsson við upphaf landsfundar VG á Akureyri haustið 2011. Skapti Hallgrímsson

Ólafur Þ. Jónsson, fyrrverandi vitavörður í Hornbjargsvita, Óli kommi eins og hann er oft nefndur, hefur sagt sig úr VG. Hann segist hafa verið að íhuga úrsögn frá því flokkurinn fór í ríkisstjórn. Úrsögnin sé vegna dekurs við ESB og aðfararinnar að Jóni Bjarnasyni.

Þetta kom fram í síðdegisútvarpi Rásar 2 nú síðdegis.

Ólafur var einn þeirra sem stóðu að stofnun VG fyrir 12 árum og var ásamt fleirum heiðraður á síðasta landsfundi VG.

Í samtali við Rás 2 sagði Ólafur að mikil óánægja kraumaði innan flokksins. Aðspurður sagði Ólafur að hann ætti ekki samleið með nokkrum öðrum flokki og ef nýr flokkur ætti að höfða til hans yrði hann að vera afar rauður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert