Hefur ekki áhyggjur af evrunni

Oddný Harðardóttir.
Oddný Harðardóttir.

„Ég hef ekki áhyggjur af framtíð evrunnar. Krafan er að þjóðríkin sýni meiri aga við stjórn efnahagsmála,“ sagði Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra í samtali við Bloomberg-viðskiptaveituna. „Það er eitthvað sem við ættum að taka til okkar, þótt við höfum sýnt fram á mikinn vilja og gripið til aðgerða í þá veru í kjölfar efnahagshrunsins.“

Ómar R. Valdimarsson, fréttaritari Bloomberg á Íslandi, ræddi við Oddnýju og hefur eftir henni að evra verði ekki tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi „á einni nóttu“.

Þá telji hún að krónan „mun alltaf krefjast einhvers konar gjaldeyrishafta“.

Vikið er að stöðu íslenska þjóðarbúsins og segir Oddný að nú sé horft til þess að jafnvægi komist á í ríkisfjármálum árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert