Loðnu landað á Vopnafirði

Lundey
Lundey Af vef Þorgeirs Baldurssonar

Lundey NS 14, skip HB Granda, kom með fyrsta loðnufarm þessarar vertíðar til Vopnafjarðar í dag. Aflinn var um 900 tonn sem veiddist í þremur hölum, samkvæmt frétt á vef Þorgeirs Baldurssonar.

Veiddist loðnan um 70 sjómílur norðaustur af Langanesi í gær.

„Við erum allavega búnir að finna lyktina af henni,“ sagði Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, í samtali við Morgunblaðið gærkvöldi. „Þetta er fínasta loðna.“

Í gærkvöldi var um tugur skipa á þessum slóðum og fleiri á leiðinni. Á miðunum voru á meðal annarra vinnsluskipin Vilhelm Þorsteinsson EA og Kristina EA sem vinna aflann um borð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert