Forsendubrestur í samningum

Formenn aðildarfélaga ASÍ gagnrýna harðlega það sem þeir segja litlar …
Formenn aðildarfélaga ASÍ gagnrýna harðlega það sem þeir segja litlar efndir ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Ómar

Formenn aðildarfélaga ASÍ gagnrýna harðlega það sem þeir segja litlar efndir ríkisstjórnarinnar á kjarasamningunum sem gerðir voru í vor. Þetta kom fram á fundi þeirra í gærmorgun. Endurskoðun samninganna á að vera lokið 20. janúar.

Oddný Harðardótttir fjármálaráðherra sagði að bregðast yrði hratt við gagnrýni formannafundarins. „Ég þarf að setjast yfir þetta með bæði forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra og einnig stjórnendum ASÍ,“ sagði ráðherra. „Við þurfum að fara yfir þessi mál og hvernig við bregðumst við gagnrýninni sem er mjög alvarleg.“

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að eitt þeirra samningsatriða sem ASÍ telur að ekki hafi verið staðið við er skattlagning á lífeyrissjóðina og hækkun bóta og almannatrygginga, en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir fyrirhugaðar hækkanir ekki í neinu samræmi við þau fyrirheit sem voru gefin. „Þetta eru atriði sem eru mjög sár og snerta þá félaga okkar sem bera minnst úr býtum,“ segir Gylfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert