Hálkan gerði lífið leitt

Mörgum varð hált á svellinu þessa helgina og var þá …
Mörgum varð hált á svellinu þessa helgina og var þá nánast sama hvert á landið var litið. mbl.is/Golli

Mikil hálka var víða um land yfir helgina og olli bæði gangandi vegfarendum og ökumönnum vandkvæðum. Lögregla og björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast, sérstaklega við að aðstoða ökumenn sem lent höfðu í sjálfheldu vegna hálku.

Mikið annríki var og á bráðamóttöku Landspítala um helgina vegna hálkuslysa, og voru beinbrot nokkuð mörg. Allmargir höfðu samband við Morgunblaðið í gær til að kvarta undan því að ekki væri borinn sandur eða salt á götur og göngustíga í höfuðborginni.

Töluvert var um árekstra á höfuðborgarsvæðinu í gær og dæmi um að mannlausar bifreiðar hafi runnið af stað og valdið tjóni. Lögregla höfuðborgarsvæðisins þurfti einnig að aðstoða konu sem var föst á bifreiðaplani sem var þakið svelli og komst hún ekki inn í hús sitt.

Á hálfri klukkustund seint í gærkvöldi var lögreglunni í Borgarnesi svo tilkynnt um fjórar bifreiðar sem runnið höfðu af vegum í umdæminu, og valt einn bíllinn. Enginn slasaðist þó alvarlega. Lögregla tók sérstaklega fram að þetta hefðu verið vel búnir bílar og tveir á nagladekkjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert