Salt og sandur hefði bjargað miklu

Bíll fastur í ófærðinni.
Bíll fastur í ófærðinni. Morgunblaðið/Kristinn

Í þeim tilvikum sem árekstra mátti rekja til hálku og ófærðar hefði verið hægt að koma í veg fyrir mikið eignatjón á ökutækjunum ef göturnar hefðu verið salt- eða sandbornar. Þetta segir forsvarsmaður árekstur.is en starfsmenn fyrirtækisins komu að um þrjátíu árekstrum á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Af þessum þrjátíu árekstrum urðu sex árekstrar í Mosfellsbæ á þremur klukkustundum seinnipartinn. Þá lenti sami ungi ökumaðurinn í tveimur árekstrum á sama klukkutímanum. Orsök árekstranna í dag má í fjöldamörgum tilfella rekja til hálku og ófærðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert