Vilja klára kjörtímabilið

Árni Páll Árnason og fleiri þingmenn mættu á fundinn.
Árni Páll Árnason og fleiri þingmenn mættu á fundinn. mbl.is/Ómar

„Tilgangur þessa fundar var að ræða flokksstjórnarfundinn síðasta, breytingar á ráðherraembættum og stöðu Samfylkingarinnar almennt og þetta var geysilega góður fundur og málefnalegur,“ sagði Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, eftir fund sem Samfylkingarfélagið í Kópavogi hélt í gærkvöldi.

Guðríður segir að á fundinum hafi fólk verið að líta til framtíðar og það hafi verið hennar tilfinning eftir fundinn að almennur vilji stæði til þess að halda áfram samstarfi við Vinstri græna og klára kjörtímabilið. Hins vegar liggi fyrir að skiptar skoðanir séu um nýafstaðin ráðherraskipti.

„Tíminn verður bara að leiða það í ljós hvort þessar breytingar verða til góðs eða ekki. Einhverjum fannst að þessar breytingar gætu styrkt stöðu okkar í stjórnarsamstarfinu en auðvitað eru margir sem hafa efasemdir. Almennt heyrðist mér þó standa vilji til þess að þetta stjórnarsamstarf héldi áfram,“ segir Guðríður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert