Lögregla „bjargaði" styttunni

Tómas við Tjörnina.
Tómas við Tjörnina.

Lögreglan fer stundum í útköll sem síðan reynast á misskilningi byggð. Segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, að dæmi um það sé tilkynning sem barst um mann sem var sagður vera hreyfingarlaus á bekk við suðurenda Reykjavíkurtjarnar.

Lögreglan brást skjótt við enda allt eins víst að maðurinn væri í bráðri hættu. Á vettvangi var vissulega að finna hreyfingarlausan mann á bekk. Reyndist það vera Tómas Guðmundsson, raunar ekki skáldið sjálft heldur stytta af honum.

„Þegar þetta lá ljóst fyrir héldu lögreglumennirnir til annarra verka en það skal samt áréttað að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna en einu sinni of sjaldan," segir í tilkynningu frá lögreglunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert