Birkir Jón: Auðveldum fjárfestingar - fjölgum störfum

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson. mbl.is/Ómar

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist í grein í Morgunblaðinu í dag vilja rjúfa kyrrstöðuna í þjóðfélaginu. Hann fjallar um fólksflutningana úr landi og segir að forsætisráðherra virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum flutningum og lesi tölur Hagstofunnar eins og skrattinn las Biblíuna forðum.

Lokakafli greinarinnar „Veitum fólki atvinnu á árinu 2012“ hljóðar svo: Við ársbyrjun 2012 er þetta mikilvægast: Tryggjum sjávarútveginum varanleg rekstrarskilyrði. Einföldum skattumhverfi fyrirtækja og hvetjum þannig til aukinnar fjárfestingar, lækkum tryggingargjald á íslenskt atvinnulíf og hvetjum til fjölgunar starfa. Hefjum framkvæmdir og nýtum orkuauðlindir þjóðarinnar og bjóðum innlenda sem erlenda fjárfesta velkomna til slíkra verka. Hefjum metnaðarfullt átak í samgöngumálum.

Því miður er lítil von til þess að hin svokallaða norræna velferðarstjórn muni beita áhrifum sínum með þessum hætti. Við framsóknarmenn höfum ítrekað lagt fram á Alþingi nákvæmar tillögur í efnahags- og atvinnumálum sem lesa má nánar um á www.planb.is. En velferðarstjórnin hefur lokað augunum fyrir þeim tillögum og hefur raunar rekið eina ráðherrann sem leyfði sér að taka jákvætt undir þær í umræðum á Alþingi. Vonandi kemur sá dagur að breyting verður á stefnunni og hægt verður að framkvæma þær tillögur.

Greinina í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert