Eðlileg viðbrögð

PIP-púðar.
PIP-púðar.

Landlæknir telur að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna gallaðra brjóstafyllinga hafi verið eðlilegar. Hann tekur undir það að ábyrgðarlaust hefði verið að rjúka til vorið 2010 og skrifa öllum konum með PIP-púðana bréf um stöðu mála.

„Þegar Jens [Kjartansson lýtalæknir] kemur á fund landlæknis 2010 til að ræða PIP-fyllingarnar voru ekki neinar upplýsingar um skaðsemi púðanna. Hlutirnir breytast svo, upplýsingarnar verða meiri og umræðan önnur,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Hann er ósáttur við að starfsmanni embættisins sem sat fundinn með Jens sé blandað inn í málið. „Ábyrgðin í þessu máli er alfarið landlæknis.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert