Fálkaorðan til sölu á Ebay

Fálkaorðan með stórriddarakrossi.
Fálkaorðan með stórriddarakrossi. mbl.is

Riddararakross íslensku fálkaorðunnar er  nú til sölu á eBay, bandaríska uppboðsvefnum. Er sett á hann fast verð, 435 pund eða sem nemur rúmum 85.000 krónum. Seljandinn er Piacardy Antiques sem virðist sérhæfa sig í sölu á orðum og heiðursmerkjum.

Af og til berast fregnir af því að verið sé að selja íslenskar orður. Fyrir rúmum tveimur árum seldist stórriddarakross með stjörnu, þriðja stig hinnar íslensku fálkaorðu á 2.600 evrur, jafnvirði nær 475.000 króna, á þýsku uppboði fyrir safnara.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu forsetaembættisins er riddarakross fyrsta stig orðunnar, það sem flestir eru sæmdir. Stórriddarakross er annað stig, og þá stórriddarakross með stjörnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert