Ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta

Sjúkrahúsið á Akranesi.
Sjúkrahúsið á Akranesi. mbl.is

„Ég er ekki bjartsýn á að þetta verði dregið til baka en við höfum ekki gefist upp,“ segir Ingibjörg Hulda Björnsdóttir, trúnaðarmaður sjúkraliða á öldrunarlækningadeild (E-deild) Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.

Í Morgunblaðinu í dag segir, að ákveðið hafi verið að loka deildinni í vor vegna niðurskurðar fjárframlaga og eiga 26 starfsmenn hennar von á uppsagnarbréfi um næstu mánaðamót.

Ingibjörg segir að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hafi sagt á fundi um málið að aldraðir ættu ekki að vera í langtímaplássum á sjúkrahúsum. Hún segir að einhvers staðar verði fólkið að vera. Ekki séu að skapast ný hjúkrunarpláss á dvalarheimilum aldraðra á Akranesi eða í Borgarnesi og fjöldi fólks bíði eftir að komast á deild eins og þá sem nú eigi að loka. Og ekki hætti aldrað fólk að veikjast. Þessi deild sé því nauðsynleg.

Þá segist hún ekki sjá hvað verði um þá skjólstæðinga sem nú séu í langtímaplássi. Þeir eigi að fara á lyflækningadeild sjúkrahússins eða á dvalarheimilin. „Mér finnst ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta,“ segir Ingibjörg, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert