Segir greinina bull og þvætting

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl/Ómar Óskarsson

„Greinin hans er alger rökleysa vegna þess að hann hefur fyrir framan sig, ef hann hefur þá gefið sér tíma til að skoða það, alla rannsóknarskýrslu Alþingis og með þessum þvættingi sínum í þessari grein er hann að sópa allri þeirri rannsókn út af borðinu.“

Þetta segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, í samtali við mbl.is aðspurður um grein Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í Morgunblaðinu í gær þar sem Ögmundur sagði að rangt hefði verið af Alþingi að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi.

„Það að honum hafi liðið persónulega eitthvað illa - ég meina þetta er bara einhvers konar bull,“ segir Þór og bætir því við að hann telji að um sé að ræða tilraun Ögmundar til þess að fella ríkisstjórnina vegna málsins.

„Þetta er bara tangarsókn Ögmundar gegn ríkisstjórninni. Hann þorir ekki að segja það opinberlega að hann vilji fella hana en hann ætlar að taka þátt í að það verði gert svona,“ segir Þór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert