Stjórnarkreppa í augsýn?

Vinstriflokkarnir hafa kennt Sjálfstæðisflokknum um hrunið og þar af leiðandi sé hann ekki hæfur til stjórnarsetu. Ef þeir á hinn bóginn geta mögulega ekki unnið saman er komin upp stjórnarkreppa í landinu sem er mjög alvarlegt mál. Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Augljóslega séu þó önnur framboð í augsýn og aðrir flokkar í boði en ekki sé víst hvort kjósendur verði tilbúnir til þess að leggja traust sitt á ný framboð.

Hún segir jafnframt áhugavert að fylgjast með þróun mála innan Samfylkingarinnar í ljósi þeirrar gagnrýni sem þingmenn flokksins hafa sætt fyrir að greiða atkvæði gegn frávísun á tillögu Bjarna Benediktssonar í landsdómsmálinu. Flokkurinn hafi verið samstilltur til þessa en á undanförnum mánuðum hafi gætt ókyrrðar t.a.m. í kringum fjárlagagerð og breytingar á ríkisstjórn þar sem Árni Páll Árnason þurfti að víkja. Því standi Jóhanna Sigurðardóttir, formaður flokksins, frammi fyrir vandasömu verkefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert