Útilokar ekki samstarf við neinn

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir ekki ganga að bærinn sé stjórnlaus dögum saman. Hún segist ekki útiloka samstarf við neinn, þar með talinn Sjálfstæðisflokkinn.

Y-listinn tilkynnti í dag að hann sæi ekki fram á að geta myndað starfhæfan meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Næst besta flokknum í bæjarstjórn Kópavogs. Guðríður sagðist ekki hafa átt í viðræðum við aðra flokka meðan viðræður þessara flokka stóðu yfir. Nú væri hins vegar komin upp ný staða.

„Bærinn getur ekki verið stjórnlaus dögum saman. Okkur ber skylda til að mynda starfhæfan meirihluta sem axlar ábyrgð á þeim ákvörðunum sem þarf að taka í mikilvægum málum á næstu mánuðum og misserum,“ sagði Guðríður. „Það er ekki hægt að útiloka samstarf við neinn. Okkur ber pólitísk skylda til að þess að skoða alla kosti í stöðunni.“

Guðríður sagði að bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG væru ákveðnir í því að ganga sameiginlega til viðræðna við aðra flokka og starfa saman annað hvort í meirihluta eða minnihluta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert