Steingrímur J. í Brussel

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er nú staddur í Brussel og mun m.a. eiga viðræður við Maríu Damanaki, sjávarútvegstjóra Evrópusambandsins.

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði á Alþingi í september að hann væri reiðubúinn til að fara til Brussel og hitta „hina háu herra“ til að komast að kröfum Evrópusambandsins varðandi áætlanagerð Íslendinga um landbúnaðarmál. Búið var að setja fund á dagskrá en honum var frestað og þegar Jón lét af ráðherraembætti hafði hann ekki enn verið haldinn.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is ætlar Steingrímur bæði að ræða landbúnaðar- og sjávarútvegsmál í ferð sinni til Brussel.

Ekki er búið að opna kafla um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál í aðildarviðræðum við ESB og sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér skýrslu í fyrra þar sem segir að það sé mat framkvæmdastjórnar að talsvert vanti upp á að Ísland sé tilbúið til viðræðna um landbúnaðarmál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert