Gleðjast yfir viðræðuslitum

Merki VG
Merki VG

Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu gleðjast yfir því að slitnað hafi upp úr viðræðum VG, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um myndun meirihluta í Kópavogi. Hreyfingin telur það fagnaðarefni að fulltrúar flokksins í bæjarstjórn fórni ekki gildum sínum til þess eins að mynda meirihluta.

Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu samþykkti á fundi sínum í gær.

„Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu telja að stefna hreyfingarinnar og trúverðugleiki séu alltaf dýrmætari en seta í meirihluta,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert