Vantar stjórn sem skilur vandann

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. mbl.is/Kristinn

„Við verðum að fá ríkisstjórn sem skilur vandann og brennimerkir ekki fólk sem kemur með óvenjulegar lausnir á fordæmalausum vanda,“ skrifar Lilja Mósesdóttir þingmaður á Facebook.

Lilja skrifar að nú sjáist glitta í nýtt verðbólguskot af völdum kostnaðarhækkana og útstreymis fjármagns og hægfara afnáms gjaldeyrishafta.

„Skuldsett heimili hafa tekið á sig 350 milljarða byrðar í gegnum verðtrygginguna og um helmingur heimila nær ekki endum saman. Nýtt verðbólguskot án þaks eða afnáms verðtryggingar og leiðréttingar mun þrýsta þúsundum heimila í þrot.

Við verðum að fá ríkisstjórn sem skilur vandann og brennimerkir ekki fólk sem kemur með óvenjulegar lausnir á fordæmalausum vanda. Afnám gjaldeyrishafta án þess að tekið sé á skuldavandanum og útstreymi fjármagns skattlagt felur í sér enn eina kollsteypuna,“ skrifar Lilja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert