Telur lítið standa út af

Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins.
Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins.

„Þetta mjakast aðeins áfram í dag,“ segir Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi, aðspurður um stöðuna í viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Viðræður hafa staðið yfir á milli framsóknarmanna, sjálfstæðismanna og Y-listans.

Ómar segist gera ráð fyrir að fundað verði áfram seinnipartinn í dag. „Það stendur lítið út af held ég. Ég met það þannig en síðan er það auðvitað spurningin hvort ég sé einn um að telja að svo sé.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert