Taki ekki þátt í Evróvisjón

Ell og Nikki frá Aserbaídjan unnu Evróvisjón í fyrra.
Ell og Nikki frá Aserbaídjan unnu Evróvisjón í fyrra. Reuters

Ung vinstri græn leggja til að Ísland dragi sig út úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár og nýti þá fjármuni sem við verjum í að senda keppendur út til að efla tónlistarkennslu hér heima fyrir.

„Verið er að fremja stórfelld mannréttindabrot á íbúum Bakú í Aserbaídsjan þar sem byggja á höll undir lokakvöld keppninnar og hlýtur það að vekja upp alvarlegar spurningar um hversu verðmæt þátttaka í keppninni er fyrir Íslendinga. Íslendingar eiga ekki að leggja blessun sína yfir mannréttindabrot af neinu tagi,“ segir í ályktun stjórnar UVG frá því fyrr í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert