410 milljón króna lán Hafnarfjarðar

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. mbl.is

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja lántöku upp á 410 milljónir króna hjá Lánasjóði sveitarfélaga, vegna endurfjármögnunar afborgana hjá sjóðnum.

Í fundargerð bæjarráðs segir að lánið verði tekið til 12 ára og til tryggingar því standi tekjur sveitarfélagsins. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir lána á gjalddaga hjá lánasjóðnum á árinu 2012. Þá er lagt til að Guðmundi Rúnari Árnasyni, bæjarstjóra, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert