Ávarpar ekki Viðskiptaþing

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun ekki ávarpa árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands, sem haldið verður næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar.

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ staðfestir að forsætiráðherra hafi verið boðið að flytja erindi en ekki þekkst boðið.

Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir forsætisráðherra ekki hafa séð sér fært að ávarpa þingið en gaf ekki frekari skýringar.

Yfirskrift Viðskiptaþings í ár er „Hvers virði er atvinnulíf?“ Samkvæmt dagskrá á að fjalla um öflugt og framsækið atvinnulíf, þar sem verðmætasköpun er í forgrunni, sem undirstöðu góðra lífskjara á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert