Enginn flótti af Y-lista

Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrú Y-lista Kópavogsbúa og Ármann Kr. Ólafsson, sjálfstæðisflokki.
Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrú Y-lista Kópavogsbúa og Ármann Kr. Ólafsson, sjálfstæðisflokki. Morgunblaðið/Ómar

Rannveig Ásgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Y-lista í bæjarstjórn Kópavogs, segir það ekki rétt að nokkur fjöldi hafi sagt sig úr Y-lista Kópavogsbúa eftir að listinn myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi á fimmtudaginn. Henni er aðeins kunnugt um að einn hafi sagt sig af listanum vegna þessa.

„Ég hef aðeins fengið formlega úrsögn Ásdísar Ólafsdóttur,“ sagði Rannveig í samtali við mbl.is. „Ég hef ekki heyrt um neinar aðrar. Reyndar sagði ein kona sig af listanum í fyrra, en það var út af allt öðru og tengist þessu nýja meirihlutasamstarfi ekki neitt.“

Alls áttu tólf manns sæti á listanum, sem á aðeins einn mann í bæjarstjórn.

Ásdís Ólafsdóttir, íþróttakennari, sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni, þegar ljóst var að Y-listi Kópavogsbúa ætlaði að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Hún var ein af þeim sem áttu frumkvæðið að því að stofna Y-Lista Kópavogsbúa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert