Ófært um Öxnadalsheiði

Ófært er um Öxnadalsheiði vegna óveðurs og ófærðar samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni en annars hálka og hálkublettir víða á Norðurlandi og éljagangur. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á norðanverðu Snæfellsnesi en unnið er að hreinsun.

Snjóþekja og éljagangur er á Þverárfjalli. Hálka og éljagangur er á Sandskeiði og í Þrengslum og hálka á Hellisheiði sem og skafrenningur. Hálka og hálkublettir eru mjög víða á Suður- og Vesturlandi.

Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði og Hálfdáni og er þar sömuleiðis stórhríð núna. Snjóþekja er í Ísafjarðardjúpi og á flestum fjallvegum á Vestfjörðum en hálka og skafrenningur á Mikladal. Hálka og hálkublettir eru á öðrum vegum.

Vegir Austanlands eru víðast hvar auðir. Hálkublettir eru hins vegar sumstaðar á Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert