Dísillítrinn nálgast 260 krónur

N1 og Skeljungur hafa hækkað verð á eldsneyti
N1 og Skeljungur hafa hækkað verð á eldsneyti mbl.is/Friðrik Tryggvason

Skeljungur hefur hækkað verð á eldsneyti um tvær krónur en í gær hækkaði N1 verð á eldsneyti. Kostar lítrinn af bensíni 252,90 krónur en lítrinn af dísil 258,80 krónur á bensínstöðvum Skeljungs.

Í Lundúnum hefur verð á Brent-Norðursjávarolíu hækkað í dag og hefur ekki verið hærra í átta mánuði. Er hækkunin rakin til ástandsins í Grikklandi og vaxandi spennu í samskiptum vesturveldanna og Írans.

Verð á Brent-Norðursjávarolíu fór hæst í dag í 120,70 Bandaríkjadali tunnan í morgun og hefur ekki verið hærra síðan 14. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert